Nýlega gerðu indversk yfirvöld húsleit á skrifstofum Open Society Foundation, samtaka sem kennd eru við milljarðamæringinn George Soros.
Húsleitin, sem náði til átta staða, er hluti af rannsókn á meintum brotum á gjaldeyrislögum og fjármögnum frjálsra félagasamtaka. Yfirvöld kanna hvort að samtökin og fjárfestingararmur þeirra, Soros Economic Development Fund hafi sniðgengið lög um erlenda fjármögnun frjálsa félagasamtaka.
Frá árinu 2016 hafa samtökin verið á eftirlitslista indverska innanríkisráðuneytisins, sem krefst fyrirfram samþykkis fyrir fjármögnun félagasamtaka. Indversk yfirvöld fullyrða að samtökin hafi flutt um 25 milljarða rúpía (um 390 millj. kr.) á árunum 2020–2024 til þriggja indverskra fyrirtækja, sem grunur leikur á að hafi þvegið fjármununum til að koma þeim til „frjálsra“ félagasamtaka.
Það er þá gert með þeim hætti að ráðgjafafyrirtæki senda reikninga fyrir þjónustu sem aldrei er veitt og fyrirtækin miðla síðan fjármunum áfram til félagasamtaka til að hafa áhrif á samfélagsumræðu í Indlandi.
Þá eru yfirvöld einnig að skoða fjárflutninga tengdum Soros upp á um 300 milljarða rúpía
(um 4.700 millj. kr.) til yfir tugi fyrirtækja í Indlandi.
Húsleitin kemur í kjölfar ásakana frá stjórnarflokknum BJP um að Soros vinni gegn
hagsmunum Indlands með því að fjármagna fjar-vinstri félagasamtök.
George Soros er ungversk-amerískur milljarðamæringur og stofnandi Open Society Foundation. Hann er þekktur fyrir fjármögnun fjar-vinstri félagasamtaka um heim allan og hefur hann verið sakaður um að blanda sér í innanríkisstjórnmál þjóðríkja og hafa sum lönd bannað eða sett takmarkanir á starfsemi félagasamtaka hans.