Isavia hvetur fólk til þess að mæta tímanlega

Auglýsing

Í tikynningu frá Isavia hvetja þeir fólk sem eiga bókað flug frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu vikurnar að mæta tímanlega.

Þetta á við um fólk sem á flug á milli kl. 07:00 og 09:00 en mikið álag er í innritun og öryggisleit þar til sumartímabilinu lýkur, sem ætti að vera í lok októbermánaðar. Er fólk hvatt til að mæta að lágmarki 2,5 tímum fyrir brottför til að komast hjá aukinni bið í innritun og öryggisleit.

Breyting hefur orðið á dreifingu ferða flugfélaga og veldur það álagi á þessu tímabili. Ferðir sem áður voru áætlaðar seinna um morguninn hafa verið færðar í þennan fyrsta brottfararhluta dagsins.

Isavia hvetur fólk einnig til þess að kynna sér þær reglur sem gilda í öryggisleit hvað varðar vökva og annað og hvernig best sé að haga ferð sinni þar í gegn til þess að flýta fyrir.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram