Ísland í dag slóst í för með Björgvini Páli

Auglýsing

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en Björgvin hvetur nú fólk til vitundarvakningar undir titilinum #ÁnFilters.

Björgvin sem gaf nýlega út bókina Án filters, skrifaði bókina að miklu leyti í kvíðakasti eftir að hafa brotnað niður í keppnisferð með íslenska landsliðinu. Nú vill hann hvetja fólk til að koma til dyranna eins og það er klætt og „taka niður grímuna“.

„Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um umrætt kvíðakast.

„Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin.

Auglýsing

En eftir að hafa kafað dýpra komst hann að því að vandamálið mátti rekja til barnæsku hans. Í kvíðakastinu fór hann að skrifa og skrifa og áttaði sig á því að mögulega væri hann kominn með efni í bók. Hann setti sig í samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér við að setja saman bókina.

Hér fyrir neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag, í heild sinni.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram