today-is-a-good-day

Ísland komið á gráan peningaþvættislista

Ísland hefur verið sett á lista alþjóð­­legu sam­tak­ana Fin­ancial Act­­ion Task Force (FATF) um ósam­vinn­u­þýð ríki, svo­kall­aðan gráan lista, vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Ísland bæt­ist á list­ann ásamt Simbabve og Mongólíu. Þetta kom fram á vef Kjarnans.

Önnur lönd á listanum eru meðal annars Kam­bó­día, Hem­en, Sýr­land og Panama.

Bandaríkin og Bretland ýttu á að Ísland yrði sett á list­ann, var það meðal annars til að skapa for­dæmi fyrir því að hart sé tekið á slökum vörnum gagn­vart pen­inga­þvætti. Evr­­ópu­­sam­­bandið og flest aðild­­ar­­ríki þess studdu hins vegar að Ísland fari ekki á list­ann.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í samtali við RUV  í gær að það yrðu gríð­ar­leg von­brigði ef Ísland myndi lenda á list­an­um. „Það ætti í raun og veru aðeins að vera eitt atriði að vera útistand­andi af öllum þeim atriðum sem voru nefnd í upp­haf­legu skýrsl­unni um þessi 51 atriði þannig það eru ákveðin von­brigði. Svo er ákveðin óvissa sem virð­ist fylgja því, við höfum dæmi um að þessi listi hefur lítil áhrif en að sjálf­sögðu er mér annt um okkar orð­spor og ég tel að þarna sé verið að bregð­ast ansi hart við þeirri stöðu sem raun­veru­lega er upp­i.“

Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á Ísland. Hefur verið sagt að færi Ísland á listann myndu áhrifin birtast fyrst og fremst í því að erfitt gæti orðið fyrir fyrirtæki að stofna til nýrra viðskiptasambanda erlendis – fyrir utan augljósa orðsporshnekki.

Auglýsing

læk

Instagram