Íslendingar veita Strætó engan afslátt á Twitter: „Nú þarf ég að taka lyfin mín“

Auglýsing

Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar þá úr 490 krónur í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur.

Frá þessu var greint á vefsíðu Strætó og segir þar að gjaldskráin hafi verið samþykkt á stjórnarfundi þann 16. september. Stök fargjöld og tímabilskort taki öll sömu verðbreytingu. Stakt fargjald hækkar úr 490 í 550 krónur og 30 daga nemakort hækkar úr 4000 krónum í 4500 krónur. Verðhækkunum sé ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum á aðföngum Strætó svo sem olíuverðshækkunum.

Strætó hefur sætt mikla gagnrýni nýverið og er öruggt að segja að íslenskir netverjar hafi tekið misvel í fregnirnar um gjaldhækkunina, af samskiptamiðlinum Twitter að dæma. Nútíminn tók saman fáein tíst Íslendinga sem veita Strætó engan afslátt í ljósi breytinga.

 

Auglýsing

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram