Jessica Biel klæddi sig upp sem eiginmaðurinn

Auglýsing

Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake slógu í gegn þegar þau mættu í Casamigos hrekkjavöku partýið á föstudagskvöldið.

Biel mætti sem Timberlake, eins og hann var á NSYNC árunum. Hún stal senunni í 90′ glansgalla, hvítum strigaskóm og með hárkollu sem var eins og hárið sem Timberlake skartaði á þessum árum.

Timberlake, sem var einn af söngvurum NSYNC á árunum 1995-2002, mætti við hlið eiginkonunnar, klæddur upp sem míkró­fónn.

Hún setti inn mynd af þeim hjónum á Instagram og skrifaði undir hana:

Auglýsing

„Þetta gerist þegar þú viðurkennir í sjónvarpinu að þú þekkir engin NSYNC lög þrátt fyrir að vera gift Justin Timberlake. Vel spilað eiginmaður, vel spilað“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram