Jóhannes og Elmar léttust um samtals 22 kíló:„Þá er þessu stutta og sérkennilega ferðalagi okkar lokið“

Auglýsing

Vinirnir og athafnamennirnir Jóhannes Ásbjörnsson og Elmar Freyr fóru í keppni um hvor þeirra gæti kom­ist fyrr und­ir 90 kíló.

Á meðan unnið var að markmiðinu máttu þeir ekki raka sig, hvorki á höfði né í andliti. Átti það að vera einskonar hvatning fyrir þá til þess að ná tilsettum árangri sem fyrst.

Þeir félagar hafa nú náð markmiði sínu og fóru í langþráðan rakstur hjá Baldri Rafni.

„Þá er þessu stutta og sérkennilega ferðalagi okkar lokið. Þann 15. nóvember skriðum við niður fyrir 90 kílógrömm. Og hvað höfum við lært? Kannski það helst að ef rétti hvatinn er til staðar, hver svo sem hann er, þá er auðveldara að halda sér við efnið.
Í ljósi þess að við hyggjumst ekki safna hári í nánustu framtíð ákváðum við að leyfa okkur þann munað að fara í almennilega “klippingu”.“ skrifar Jóhannes á Facebook síðu sinni.

Auglýsing

Hann segir Elmar hafa misst 11,7 kíló og sjálfur hafi hann misst 10,3 kíló.

„Það er ljóst að það var ekki nóg að safna hári. Við þurftum dygga leiðsögn. Dísa Dungal, þjálfari í Hreyfingu, sá um líkamlegu hliðina og barði okkur áfram. Við kunnum henni miklar þakkir fyrir. Hún var reyndar ein af fáum sem var farin að kunna betur við okkur með hár – en við látum það liggja á milli hluta.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram