John Snorri hefur hætt við ferðina upp fjallið K2

Fjallgöngukappinn John Snorri hélt af stað til Pakistan í byrjun janúar og var kominn í grunnbúðir 22. janúar. Stefndi hann á að verða fyrsti maðurinn til að klífa upp á topp K2 að vetri til. En fjallið er sagt vera það mannskæðasta í heimi. Sjá einnig hér

Hann greinir frá því á Instagram síðu sinni í dag að förinni hafi verið aflýst.

„Að klifra á topp K2 að vetri til er erfitt verkefni sem krefst þess að allir liðsfélagar séu algjörlega undirbúnir, andlega og líkamlega, fyrir það að takast á við áskorunina,“ segir Snorri í færslunni.

Hann segir tvo út teyminu ekki telja sig nógu undirbúna fyrir ferðina og eftir mikla umhugsun hafi sú ákvörðun verið tekin að halda ekki leiðangrinum áfram.

„Við þökkum fyrir allan stuðningin síðustu mánuði og við leyfum ykkur að fylgjast með framtíðar-tilraunum,“ segir hann að lokum.

Auglýsing

læk

Instagram