Jón Gnarr segir útigangsmenn ekki velkomna í Garðabæ

Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri skrifar pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hann er harðorður. Þar veltir hann fyrir sér hvers vegna Reykjavíkurborg er látin bera ábyrgð á þeim sem minna mega sín, áháð því úr hvaða bæjarfélagi þeir koma.

„Aðstæður útigangsfólks eru sorglegar. Ekki bara hér á Íslandi heldur alls staðar. Vandi fólksins er líka fjölþættur; fíknin spilar þar stórt hlutverk, líkamlegir og geðrænir sjúkdómar, þroskaraskanir og félagsleg vandamál. Fólk sem er komið á þennan stað þróar oft með sér sjúkdóma; lifrarbólgu, hjarta- og æðasjúkdóma, HIV og lungnasjúkdóma. Að halda því fram að vandi þessa fólks sé aðallega að það hafi ekki aðgang að þokkalegri íbúð er mikil einföldun, það gerir bara aðstæður fólksins bærilegri en það leysir ekkert“.

Pistill hans kemur í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Frosta Runólfsson en  besti vinur hans var Loftur Gunnarsson útigangsmaður sem lést árið 2012.

Hann segir Garðabæ ekki vera með neina þjónustu fyrir útigangsfólk þrátt fyrir að vera ríkasta sveitafélag landsins. En Loftur bjó í Garðabæ.

“Mér fannst ömurlegt að frétta af fráfalli hans. Ég var þá borgarstjóri og reyndi að sýna fjölskyldu hans og vinum samúð. Eftir fráfall Lofts hófst mikil umræða um aðstæður útigangsfólks í Reykjavík, knúin áfram af aðstandendum hans, sem kröfðust úrbóta“.

Hann veltir því fyrir sér á hvaða fundi það hafi verið ákveðið að Reykjavíkurborg væri skyldug til að leysa félagslegan vanda Garðabæjar og bendir á það að Garðabær eigi met í fjölda ráðherra. Í Garðabæ geti maður átt stórt hús, borgað lágt útsvar og engin íbúi Garðabæjar þurfi að óttast að sjá eitthvað óþægilegt.

 

Auglýsing

læk

Instagram