Lady Gaga féll fram af sviðinu:„Við héldum öll að hún væri dáin“

Auglýsing

Sönkonan Lady Gaga féll fram af sviðinu á tónleikum sínum í Las Vegas í gærkvöldi.

Hún dró tónleikagest upp á svið og stökk í fangið á honum en það fór ekki betur en svo að þau duttu af sviðinu í faðmlögum. Gaga lenti á bakinu og aðdáandinn ofan á henni.

„Við héldum öll að hún væri dáin“ póstaði einn viðstaddra á Reddit. Hann segir hana síðan hafa stokkið á fætur og upp á sviðið aftur. Hélt hún tónleikunum áfram og virtist ekki slösuð.

Hún dró tónleikagestinn sem hafði dottið með henni aftur upp á sviðið og bað alla netverja um að vera almennilegir við hann, svo spilaði hún næsta lagið með honum eins og ekkert hafi í skorist. Grey gaurinn grét allan tímann meðan hún reyndi að hugga hann,“ sagði tónleikagesturinn.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram