Læt drauminn rætast eftir blóðtappa á Balí

Katrín Þóra Albertsdóttir átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en tíminn leið og dagarnir snerust um að fara í vinnuna, elda matinn, sinna heimanámi barnanna og sofa, eins og flestir þekkja.

Eftir að hafa fengið blóðtappa á Balí gerði hún sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu.

„Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín.

„Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. En dóttir hennar var í námi þar ytra.

Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí og skoða vörur á Balí. Katrín lét svo gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands.

Ísland í dag heimsótti Katrínu og horfa má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram