Landsmenn snertu líf þúsunda barna um jólin í fyrra

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir sölu á Heillagjöfum sem eru gjafir sem geta tryggt ótal nauðstöddum börnum betri heilsu, öryggi og menntun í löndum eins og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Síerra Leóne og Líberíu.

Um er að ræða nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir sem munu koma til með að skipta sköpum fyrir fjölda barna. Barnaheill hófu sölu á Heillagjöfum árið 2020 og fór salan fram úr öllum væntingum. Vinsælasta gjöfin var ungbarnateppi fyrir nýbura og þar á eftir jarðhnetumauk fyrir vannærð börn. Alls tryggðu landsmenn rúmum tvö þúsund ungbörnum teppi og 17.500 pakka af jarðhnetumauki. Það voru því ansi mörg líf sem gjafirnar snertu það árið.

„Við sjáum aukinn áhuga hjá fólki til þess að gefa nytsamlegar gjafir og Heillagjafirnar eru tilvaldar fyrir þann sem á allt eða til þess að lauma með í jólapakkann,” segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum.

Heillargjafirnar eru 19 talsins og kosta á bilinu 1.000 krónur til 60.000 krónur. Það er allt frá andlitsgrímum til mótorhjóls og margt þar á milli. Hægt er að kaupa gjafirnar á heimasíðu samtakanna og allir þeir sem kaupa Heillagjöf fá veglegt gjafakort í tölvupósti sem hægt er að prenta út. Samtökin hafa verið starfandi í rúmlega þrjá áratugi á Íslandi og eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919. Samtökin snerta líf um 160 milljóna barna á hverju ári, þar af er veittur beinn stuðningur til um 60 milljón barna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna barnaheill.is

Auglýsing

læk

Instagram