Lenti í tveim flugslysum sama daginn:„Svo biðum við eftir hjálp sem við vissum ekki hvenær bærist“

Auglýsing

Það er kraftaverk að ég hafi lifað þetta af, segir Tuula Annikki Hyvärinen, sem minnist þess nú að fjörutíu ár eru liðin frá því hún lenti í tveimur flugslysum á Mosfellsheiði sama daginn. Hún segist vera afar þakklát þeim sem komu að björgun hennar. Þetta kom fram á vef Rúv.

Tuula var 24 ára þegar hún og vinkona hennar, María, réðu sig til vinnu á Íslandi í eitt ár. Viku fyrir jól árið 1979 bauðst þeim að fara í útsýnisflug í lítilli Cessna-flugvél en flugið gekk ekki að óskum.

„Ég man að við flugum inn í ský sem var alveg hvítt. Það var eins og að fljúga í mjólk. Það sem ég man næst er að við skullum á jörðinni. Ég fann til í mjóbakinu. Flugvélin var á hvolfi og ég hékk í sætisbeltinu. Ég fann að eitthvað hafði brostið í mjóbakinu,“ segir Tuula.

„Svo biðum við eftir hjálp sem við vissum ekki hvenær bærist. Þetta var dálítið skelfilegt því við vissum ekki hvort hjálpin myndi yfir höfuð berast. Við vissum ekki hvort við myndum þurfa að bíða alla nóttina, hvort við myndum finnast, hvað myndi gerast og hvort við myndum deyja.“

Auglýsing

Eftir að hjálp hafði borist var Tuula flutt á börum inn í þyrlu varnarliðsins.

„Ég lá þarna í þyrlunni og Magnús, annar læknanna, mældi hjá mér blóðþrýstinginn. Svo fann ég að við vorum á leiðinni upp en síðan vorum við á niðurleið aftur. Ég fann aftur skellinn. Þetta var ótrúlegt. Þetta gat ekki verið. Ekki aftur,“ segir Tuula.

Þyrlan brotlenti aðeins 800 metrum frá flugvélarbrakinu. Tuulu tókst að losa sig af börunum og skreið út þar sem hún sá björgunarsveitarmennina.

Tuula man næst eftir sér í sjúkrabíl á leiðinni á Borgarspítalann. Eftir tæplega þriggja mánaða sjúkrahúsvist og endurhæfingu komst hún aftur til Finnlands.

Viðtalið við Tuulu má sjá í heild sinni hér á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram