Lights on the highway ásamt Soffíu Björg í Aurora basecamp

Auglýsing

Hljómsveitin Lights on the highway hefur tekið til starfa á ný eftir langt hlé og heldur glæsilega tónleika af því tilefni.
„Við höfum lagt allt í sölurnar til að gera þessa tónleika eftirminnilega og verður öllu tjaldað til,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.
Tvær dagsetningar eru í boði: 30. okt og 31. okt.
„Staðsetning tónleikanna, blönduð við einstaka náttúru og seiðandi tónlist hljómsveitarinnar, mun gera þessa kvöldstund ógleymanlega. Það verður enginn svikinn af þessari upplifun. Tónleikarnir verða haldnir á þeirri fallegu staðsetningu í Aurora basecamp, sem er staðsett í hrauninu við Krísuvíkurveg rétt utan við Hafnarfjörð.“ 
Mjög takmarkaður miðafjöldi verður á báða tónleikana, til að allir geti notið sín sem best.
Hljómsveitina skipa:
Kristófer Jensson
Agnar Eldberg
Karl Daði Lúðvíksson
Þórhallur Stefánsson
ásamt
Gunnlaugur Lárusson(Brain Police) og
Þorbjörn Sigurðsson( Ensími, Dr. Spock o.fl.)
Hin frábæra Soffía Björg ætlar að hita upp og mun hún spila fyrir áhorfendur efni af nýju plötunni sinni, ásamt hljóðfæraleikurum.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram