Linda P:„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“

Auglýsing

Linda Péturs­dóttir segir að skæru­liða­sam­tök hafi reynt að ræna henni þegar hún kom til El Salvador eftir að hún var krýnd Ung­frú Heimur. Hún greinir frá þessari eftirminnilegu lífsreynslu á Facebook síðu sinni í dag, en í dag eru 30 ár síðan hún var krýnd Ungfrú heimur.

Eftir krýninguna ferðaðist hún til 32 landa á einu ári og fékk að eigin sögn, að sjá það besta og versta í fari mannfólks.

„Minnisstæðasta ferðin mín var til El Salvador. Við flugum þangað þegar borgarastyrjöld geisaði, til þess að fara inn í landið með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili, sem nunnur ráku. Okkur tókst það og við söfnuðum einnig fé til styrktar heimilinu meðan við vorum þarna, með tískusýningu og fleiru. Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“

„Lífverðir fylgdu mér hvert fótmál og þeir stóðu vaktina fyrir utan hótelherbergið mitt allan sólarhringinn. Nóttina eftir fundinn við forsetann var ég vakin upp með látum en skæruliðasamtök (guerillas) höfðu gert tilraun til mannráns. Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla. Eftir að hafa lagt nám á stjórnmálafræði, skil ég enn betur nú, hversu eldfimar þessar aðstæður voru.“

Auglýsing

Hér fyrir neðan má sjá færslu Lindu í heild sinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram