Listaverk Ragnars Kjartanssonar valið besta lista­verk 21. ald­ar­inn­ar

Listaverkið The Visitors er besta listaverk 21. aldarinnar að mati fjölmiðilsins TheGuardian.

Var listinn yfir 25. bestu listaverk aldarinn birtur á vefsíðu þeirra nú í morgun og trónir Ragnar þar á toppnum.

Listaverk Ragnars er myndbandsinnsetning en í myndbandinu má sjá Ragnar og vini hans, meðal annars meðlimi Sigurrósar, spila lag með texta eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. En Ásdís er fyrrverandi eiginkona Ragnars.

Fólkið spilar mismunandi hluta lagsins og er þetta endurtekið aftur og aftur í rúma klukkustund.

Ragnar er ekki eini íslendingurinn á listanum en Ólafur Elíasson skipar 11. sæti listans með verkið The Weather Project.

 

Auglýsing

læk

Instagram