Ljósanótt 2019

Dagana 4-8. september stendur yfir hátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ og var hátíðin formlega sett í gærkveldi í skrúðgarðinum við Suðurgötu í Keflavík.

Þetta er stórkostleg menningar og fjölskylduhátið með yfir 150 viðburði um allan bæinn og er þetta í 20. sinn sem hátíðin er haldin.

Á laugardagskvöldinu verður blásin til tónlistarveislu á stóra sviðinu við Hafnargötu þar sem fram koma meðal annars, Herra Hnetusmjör, Emmsje Gauti og Salka Sól.

Kvöldið endar svo með björtustu flugelda sýningu landsins hvorki meira né minna.

Auglýsing

læk

Instagram