Magnús Scheving segir skólakerfið gallað:„Krakkinn er heima hjá sér alveg á taugum“

Athafnamaðurinn Magnús Scheving var gestur hlaðvarpsins Prímatekið og talaði þar um sjálfstraust og gallað skólakerfi. Þátturinn hefur vakið mikla athygli og hefur brot úr viðtalinu gengið á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Hann segist ekki hafa áhyggjur af þessari kynslóð en hann segist hafa smá áhyggjur af skólakerfinu. Að skólinn eigi að spotta út hvar viðkomandi nýtur sín best og einblína á það. Það séu bara alls ekkert allir góðir í því að lesa texta og muna hann. Og það sé fullt af fólki sem er ótrúlega handlagið en er mjög lélegt í stærðfræði.

Magnús tekur sem dæmi:

„Það eru samræmd próf. Krakkinn er heima hjá sér alveg á taugum yfir því að það eru að koma próf. Og myndir þú vilja hafa fjármálastjóra sem væri að fara á taugum í vinnunni hjá þér daginn áður en mikilvægasti fundurinn væri? Þú myndir ekkert vilja það. Þú vilt hafa fjármálastjóra sem veit hvað hann er að gera. Þess vegna þarf krakkinn ekkert að hafa áhyggjur af þessu prófi. Það eru kennararnir sem ættu að hafa áhyggjur af því. Ef að krakkinn fellur þá missir kennarinn jobbið, þannig ætti það að vera. Og það ætti að vera próf í skólum en það ætti ekki að vera nein einkunn.“

Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu:

Auglýsing

læk

Instagram