Marglytturnar komnar yfir Ermasundið

Auglýsing

Marglytturnar kláruðu boðsundið í gærkveldi en alls syntu þær 34 kílómetra sem tók um fimmtán klukkustundir. Sjá einnig Marglytturnar lagðar af stað yfir Ermasundið.

„Efst í huga okkar Marglyttanna eftir sundið er þakklæti fyir að hafa náð að synda yfir Ermarsundið og láta þannig drauma okkar rætast. Við erum ánægðar að hafa hreyft við umræðunni um alvarlegar afleiðingar plastmengunar í sjó og sérstaklega glaðar að safna styrkjum fyrir Bláa herinn,“ segja Marglytturnar, Silla Maja, Halldóra, Birna, Brynhildur, Sigrún og Þórey.

Þær hafa verið í tvö ár að undirbúa boðsundið og æft nánast daglega til þess að takast á við þessa þrekraun. Marg­lyttu­hópurinn heldur á­fram söfnuninni fyrir Bláa herinn og mun hún vera í gangi næstu daga.

Hægt er að styðja við boð­sundið, en öll á­heit renna ó­skipt til Bláa hersins. Það er hægt að gera í AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ing­þórs­dóttur).

Auglýsing

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram