Marglytturnar lagðar af stað yfir Ermasundið

Konurnar sex lögðu af stað frá höfninni í Dover núna klukkan 6 í morgun.

Þær hafa þurft að fresta sundinu síðustu daga vegna óhagstæðra veðurskilyrða en hópurinn stefnir á að synda boðsund yfir Ermasundið. Dag­ur­inn í dag var jafn­framt síðasta tæki­færi þeirra til að hefja sundið. Sjá einnig:https://www.nutiminn.is/marglytturnar-synda-i-nott/

„Þær eru all­ar til­bún­ar að fara í sjó­inn,“ bæt­ir hún við. Sig­ur­laug María Jóns­dótt­ir var fyrsta Mar­glytt­an sem stakk sér til sunds og geng­ur sundið vel hjá henni.  „Það er ofboðslega fal­legt veður og það er mik­il ánægja hjá hópn­um að hafa lagt af stað núna í morg­un af því að núna ná þær að synda í björtu í all­an dag.“

Áætlað er að sundið muni taka Mar­glytt­urn­ar sex um 16-18 tíma. Hver og ein Mar­glytta mun synda tvisvar til þris­var sinn­um í fyr­ir­fram ákveðinni röð. Þetta kom fram á vef Mbl nú í morgun.

 

Auglýsing

læk

Instagram