Marglytturnar synda í nótt

Auglýsing

Konurnar sex sem ætla að synda boðsund yfir Ermahafið, hafa beðið alla vikuna eftir að veður leyfi þeim að leggja af stað.

En til þess að geta synt af stað þurfa bæði sjávarföll og veður að vera hagstæð. Nú virðist sá gluggi vera að opnast og stefna þær á að leggjast til sunds klukkan fjögur í nótt.

Mun hver kona synda í klukkustund í einu og er áætlað að sundið muni taka um 16-18 klukkustundir.

Boðsundið er ætlað til að vekja athygli áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn.

Auglýsing

„Blái herinn hefur unnið ótrúlegt starf á síðustu 24 árum og við Marglyttur erum stoltar af því að geta stutt þeirra frábæra starf á þennan hátt. Við höfum verið að synda hér daglega og finnum hvað sjórinn er mikið mengaður, enda á lífríkið hér í Ermarsundinu mjög undir högg að sækja,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir í Marglyttuhópnum.

Marglytturnar eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Birna Bragadóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Halldóra Gyða Matthíasdóttir.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram