Marglytturnar þurftu að fresta sundinu

Áætlað var að Marglytturnar myndu synda af stað í nótt en veðurskilyrði reyndust óhagstæð og þurfti því að fresta sundinu enn og aftur. En þær hafa beðið undanfarna daga eftir hentugum veðurskilyrðum til þess að leggjast til sunds yfir Ermasundið.

Sjá einnig: Marglytturnar synda í nótt.

„Við Mar­glytt­urn­ar voru mætt­ar niður á höfn í nótt og hitt­um þar á Reed-feðga. Við vor­um al­veg í gírn­um og til­bún­ar að leggja af stað þrátt fyr­ir þenn­an vind, en svona er þetta með Ermar­sundið, það eru marg­ir áhrifaþætt­ir. Við erum vongóðar að vind lægi og að við get­um nýtt glugg­ann seinna í dag,“ er haft eft­ir Sigrúnu Þ. Geirs­dótt­ur í Mar­glyttu­hópn­um.

Þetta kom fram á vef Mbl.

 

Auglýsing

læk

Instagram