Michael Schumacher í stofnfrumuaðgerð í París sex árum eftir slysið

Ökuþórinn og sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher lenti í hræðilegu skíðaslysi fyrir 6 árum síðan og lítið hefur verið gefið upp opinberlega um heilsu hans eftir það. Talað hefur verið um að líklega sé hann lamaður og ófær um að tjá sig en hann hefur ekki sést opinberlega eftir slysið.

Nú er hann staddur í París þar sem hann mun undirgangast stofnfrumuaðgerð hjá franska skurðlækninum Philippe Menasche. En í slíkri aðgerð eru sködduðum frumum skipt út fyrir heilbrigðar sem teknar eru úr blóði eða úr beinmerg.

Gekkst hann undir meðferð hjá þessum sama lækni tvisvar á síðasta ári en hann kemur alltaf á staðinn í þyrlu með fámennt læknateymi með sér og er skráður inn á sjúkrahúsið undir fölsku nafni.

Auglýsing

læk

Instagram