today-is-a-good-day

Mögulega yfir 150 þúsund manns strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn

Thomas Cook, sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki í heiminum, er á barmi gjaldþrots.

Viðræður eru nú gangi til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþrotinu sem nú er yfirvofandi. Takist ekki að tryggja 200 milljónir punda, sem nema rúmum 31 milljarði íslenskra króna, frá fjárfestum gæti fyrirtækið orðið gjaldþrota nú um helgina. Stéttarfélög hafa kallað eftir því að ríkið grípi inn í en ekki eru taldar miklar líkur á að breska ríkið komi ferðaþjónustunni til hjálpar.

Meira en 150 þúsund breskir ferðalangar eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar og eru samgönguráðuneyti Bretlands og flugsamband Bretlands (CAA)  byrjuð að undirbúa aðgerðir til þess að koma bresku strandaglópunum aftur til landsins.  CAA gæti þurft að greiða fyrir hluta fargjalds þeirra 150 þúsund Breta sem eru í útlöndum.

Verði Thomas Cook gjaldþrota munu 20 þúsund einstaklingar eiga á hættu að missa vinnuna þar á meðal 9 þúsund einstaklingar í Bretlandi. Þetta kom fram á vef Vísis.

 

Auglýsing

læk

Instagram