Mótmælin á Austurvelli í dag:„Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur“

Mót­mæl­end­um sem mættu á Aust­ur­völl í dag var mörg­um hverj­um afar heitt í hamsi yfir fram­ferði for­svars­manna Sam­herja í viðskipt­um sín­um í Namib­íu. Talið er að um fjögur þúsund manns hafi mætt á mótmælin.

Mbl var á Austurvelli og ræddi meðal ann­ars við fé­lag­ana Bjarna og Pál.

„Ég er að mót­mæla þess­ari spill­ingu sem hef­ur komið fram í þessu Sam­herja­máli. Namib­íu­menn hafa nokkr­ir sagt af sér eða lent í fang­elsi en það er ekk­ert af þessu á Íslandi,“ sagði Bjarni.

„Mér of­beið að horfa á Kveik, mér varð illt. Ég skamm­ast mín fyr­ir að vera Íslend­ing­ur útaf þessu ástandi sem er hérna og búið að vera alltof lengi,“ sagði Páll.

Báðir voru þeir sammála um að Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra eigi að segja af sér. En af­sögn Kristjáns var á meðal þriggja meg­in­krafa mót­mæl­enda. Hinar tvær kröf­urn­ar eru ann­ars veg­ar að Alþingi lög­festi nýja stjórn­ar­skrá sem lands­menn samþykktu í ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2012 og hins veg­ar að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auðlinda lands­manna renni í sjóði al­menn­ings. Það var mjög ljóst að ný stjórn­ar­skrá var mörg­um mót­mæl­end­um of­ar­lega í huga.

Auglýsing

læk

Instagram