Myglaður hamborgari í nýrri auglýsingaherferð Burger King

Auglýsing

Það má segja að nýjasta auglýsingaherferð Burger King sé heldur betur óvenjuleg en þar er í aðalhlutverki myglaður hamborgari.

Á auglýsingin að vekja athygli á því að fyrirtækið stefnir á að draga verulega úr notkun rotvarnarefna og annarra viðbættra efna fyrir árslok.

„Við trúum því að alvöru matur bragðist betur,“ segir Fernando Machado, yfirmaður markaðsmála Burger King. „Þess vegna vinnum við að því að fjarlægja rotvarnarefni ásamt öðrum gervi-bragð og litarefnum úr matnum sem við framreiðum út um allan heim.“

Sjáðu auglýsinguna hér fyrir neðan.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram