„Myndlist hreyfir við hlutlausum huga og nærir sálina“

Auglýsing

fallegri íbúð í fjölbýlishúsi við Grettisgötu býr listamaðurinn Jóna Hlíf Halldórsdóttir ásamt eiginmanni sínum Hjálmari Stefáni Brynjólfssyni, lögfræðingi hjá Seðlabankanum, og börnum þeirra tveimur, Rósku Halldóru og Orra Hallgrími. Það er óhætt að segja að gaman sé að litast um heima hjá þeim þar sem falleg hönnun og listaverk prýða alla króka og kima. Við kíktum í heimsókn á líflegt heimili Jónu Hlífar og fjölskyldu en fengum einnig að gægjast inn á vinnustofuna hennar við Seljaveg sem er björt og spennandi.

Húsið sem fjölskyldan býr í var reist á árunum 1949-1952 og tilheyrir síðfúnkísstíl en það var Arinbjörn Þorkelsson sem teiknaði það fyrir Byggingarsamfélag póstmanna. Það standa yfir framkvæmdir á húsinu þegar okkur ber að garði, þar sem var verið að gera við það að utan og því blasa stillansar við þegar litið er út um gluggana í stofunni.

Þegar Jóna Hlíf er beðin um að lýsa þeim stíl sem hún aðhyllist þegar kemur að heimilinu segir hún einfaldleikann oft ráða ríkjum. „Einfaldleiki, klassík ásamt dassi af litagleði og spennu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslenskri og skandinavískri hönnun og ætli heimili mitt endurspegli það ekki. Mér finnst mikilvægt að hver hlutur á heimilinu hafi merkingu og helst notagildi og mjög mikilvægt að hver hlutur eigi sér stað.

Myndlist, hljóðfæri og bækur er hluti af okkar daglega lífi og mætti segja að það skreyti heimilið okkar ásamt því að vera mikilvæg fyrir uppeldið.“ Hún bætir við að hún tengi einnig mikið við japönsku fræðina Wabi-sabi sem snýst meðal annars um að sjá fegurðina í ófullkomleikanum.

Auglýsing

 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram