Neitaði að gefa lögreglunni upp nafn sitt

Karl­maður var hand­tek­inn á skemmti­stað í miðbæ Reyka­vík­ur á fjórða tím­an­um í nótt grunaður um að hafa kastað glasi í höfuð ann­ars manns.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn, neitaði maðurinn að segja til nafns. Kvaðst hann hafa tekið nokkur ár í lögfræði og hélt því fram að honum bæri engin skylda til þess. Hann var í kjöl­farið færður í fanga­klefa.

Nótt­in var ann­ars óvenju ró­leg sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu en eini ein­stak­ling­ur­inn sem gist­ir fanga­klefa eft­ir hana sá sem taldi sig ekki þurfa að gera grein fyr­ir sér.

Lög­regl­an hafði nokkuð af­skipti af öku­mönn­um sem voru annað hvort und­ir áhrif­um áfeng­is eða fíkni­efna eða hvoru tveggja. Til­kynnt var um um­ferðaó­happ í Breiðholti í gær­kvöldi um sjöleytið vegna ís­ing­ar. Ekki urðu al­var­leg slys á fólki. Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Instagram