Nokkur hitamet féllu í gærkvöldi: 19,7 stig á Kvískerj­um

Hita­met des­em­ber­mánaðar féllu í tugum í gær­kvöldi. Hæst­ur mæld­ist hit­inn á Kvískerj­um í Öræf­um, 19,7 stig, en einnig fór hit­inn í 19 stig í Bakka­gerði á Borg­ar­f­irði eystra og 18,8 stig í Vest­dal í Seyðis­firði, sam­kvæmt mæl­ing­um.

Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur fjall­ar um þessa miklu hita­meta­hrinu á bloggsíðu sinni og seg­ist varla muna eft­ir því að jafn­mörg dæg­ur­há­marks­met hafi fallið sama dag­inn – lík­lega hafi það gerst á um 200 veður­stöðvum.

Hann segir þessa hitametahrinu ganga hratt yfir landið og nú fari að kólna í veðri.

„Vonandi gefst tóm til að fara betur yfir merkustu met þegar hrinan er liðin hjá – og það gerir hún fljótt. Spáð er frosti um mestallt eða allt land síðar í vikunni,“ skrifar Trausti.

Auglýsing

læk

Instagram