Ný deilihjólaleiga í Reykjavík

Auglýsing

Ný deilihjólaleiga opnar í Reykjavík og mun leigan opna yfir 40 stöðvar víðsvegar um borgina þar sem notendur geta sótt eða skilað hjólunum. Þetta kom fram á vef Kjarnans í dag.

Hægt verður að fá hjól í áskrift á 3500 krónur á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þúsund krónur. Með appi í símanum getur maður séð hvort og hvar laus hjól sé að finna.

Hundrað hjól verða í boði til að byrja með og standa til boða að kostnaðarlausu fyrstu vikuna. Deili­hjóla­leigan er rekin undir merkjum Don­key Repu­blic sem býður hjól í mörgum borgum en kerfið á Íslandi er rekið af fyr­ir­tæk­inu Fram­úr­skar­andi ehf. sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við borg­ina.

Borgarstjórinn í Reykjavík prófaði eitt af fyrstu hjólunum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram