today-is-a-good-day

Nýja flugfélagið mun heita Play

Flug­fé­lagið sem gengið hef­ur und­ir vinnu­heit­inu WAB mun fá nafnið Play. Ein­kenn­islit­ur nýja flug­fé­lags­ins er rauður. „Ástæðan fyr­ir því að við völd­um þenn­an rauða lit er ein­fald­lega ástríðan sem fylg­ir þess­um nýja lit,“ sagði Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri.

En áætlan­ir nýja flug­fé­lags­ins eru nú kynnt­ar á fjöl­menn­um blaðamanna­fundi í Perlunni, sjá hér: https://www.nutiminn.is/wab-air-bodar-til-bladamannafundar-i-perlunni/.

Komið hefur nú fram á fundinum að Play er þegar farið að leita að starfsfólki. Um ógrynni af störfum verður að ræða að sögn Arnars og
hann tekur að sama skapi fram að laun verði greidd samkvæmt íslenskum samningum.

Vefsíða félagsins verður flyplay.com og stefnt er að því að sala miða muni hefjast strax í þessum mánuði. Munu áfangastaðir PLAY verða tilkynntir innan skamms. Stefna þeir á að byrja á að fljúga innan Evrópu en gera ráð fyrir að bæta við áfangastöðum í Bandaríkjunum á vormánuðum 2020.

Auglýsing

læk

Instagram