NÝJUM BÍL ÆTLAÐ ÞAÐ EITT AÐ VELTA

Auglýsing

Á morgun fimmtudag, 9. júlí, verður tekin í notkun nýjasta gerð af Volkswagen Golf bifreið sem er óvenjuleg fyrir þær sakir að í henni er engin vél né er henni ætlað að aka með hefðbundum hætti um vegi landsins. Þess í stað mun Golfinn velta á völdum stöðum vítt og breitt um landið með fólk innanborðs – fest í öryggisbelti.

Bílnum er ætlað að gefa Íslendingum, með áhrifamiklum hætti, tækifæri á að upplifa mikilvægi þess að öryggisbelti séu notuð. Þetta er sjötti og nýjasti veltibíll Brautarinnar í samstarfi við Heklu. Líkt og undanfarin 25 ár sér Brautin – bindindisfélag ökumanna, um rekstur þessa verkefnis en Hekla hefur frá upphafi útvegað Volkswagen Golf bíla til þessa mikilvæga átaks.

,,Okkur langar að bjóða ykkur að koma á svæðið sunnan við Perluna kl. 15:00 og sjá þegar veltibíllinn verður tekinn í notkun. Fyrstir munu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu og Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu fara veltu og má lofa myndrænni og skemmtilegri upplifun fyrir áhorfendur,” segir í tilkynningu frá Heklu.

Heyrir það ekki sögunni til að hvetja þurfi fólk til að nota öryggisbelti? Nei, því miður er enn til stór hópur fólks sem lætur það gerast að nota ekki öryggisbelti. Ástæðan er oft alvarlegar og óskynsamlegar ranghugmyndir sem mikilvægt er að leiðrétta. Áratuga reynsla, rannsóknir, tilraunir og slysatölfræði sýnir að það eru ALDREI þær aðstæður að öruggara sé að vera laus inni í öryggisbúri farþegarýmis bifreiðar – án öryggisbelta. Á það við hvort sem setið er í framsæti, aftursæti og þegar ekið er um fjallvegi, vatnasvæði eða á hafnarsvæði.

Auglýsing

Þeir sem að þessu standa og styrkja auk Heklu og Brautarinnar eru Aðalskoðun, Eimskip, Góa, KFC, Samgöngustofa og Orkan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram