today-is-a-good-day

OMAM í Gamla bíói – Tvennum aukatónleikum bætt við

Almenn sala hófst í morgun kl. 10 með látum og tvennir tónleikar seldust upp á augabragði, 9. og 10. nóvember.

Tvennum aukatónleikum hefur bætt við, 11. og 12. nóvember og sala er hafin á þá báða. Aðeins um 600 miðar eru í boði á hvora tónleika og augljóst er á viðbrögðunum að áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur.

Það skal tekið fram að ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum.

—————–
Fagnaðu 10 ára afmæli plötunnar My Head Is An Animal með OMAM í Gamla bíói.  Hljómsveitin mun flytja MHIAA í heild sinni á báðum tónleikum og þar að auki ný og eldri uppáhaldslög, með mismunandi lagavali milli tónleika.
Athugið: Í samræmi við núgildandi samkomutakmarnir verður salnum skipt í tvö svæði; gólf og svalir. Á hverjum tónleikum verða um 500 miðar í boði á gólfið og um 100 á svalirnar; allt standandi og sama miðaverð. Kaupandi velur milli miðatýpanna tveggja í kaupferlinu.
Auglýsing

læk

Instagram