OMG pizzan hans Flóna er lent á Blackbox

Fyrsta pizza Blackbox sem nefnd er eftir frægum Íslending er lent á Blackbox Pizzeria í Borgartúni og í Mosfelssbæ. Pizzan er nefnd OMG í höfuðið á rapparanum vinsæla Flóna.

„Flóni er einn allra vinsælasti rappari landsins, fastagestur á Blackbox og í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það var því auðveld ákvörðun að velja þennan snilling til að nefna fyrstu „nafnapizzuna“ okkar,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn af eigendum Blackbox.

OMG pizzan samanstendur af eftirfarandi: sósa, Sriracha, osta­blanda og Óðals Búri, chorizo, rauðlaukur, döðlur, sveppir, pip­arostur og hvít­laukur.

Í tilefni útgáfu pizzunnar kemur Flóni fram á stöðum Blackbox í dag, klukkan 12:30 í Borgartúni og klukkan 19:30 í Mosfellsbæ.

Auglýsing

læk

Instagram