Opna aðstöðu innanhúss til hjólabrettaiðkunar á Akureyri

Aðstaða til hjólabrettaiðkunar á Akureyri mun gjörbreytast á næstu misserum.

Eiki Helgason, atvinnumaður á snjóbretti, vinnur nú að því að koma upp nýrri aðstöðu innandyra en það hefur lengi verið draumur hjá honum að að koma upp brettapöllum innanhúss á Akureyri. Eftir langa leit fann hann loksins húsnæði og vinnur nú í því ásamt félögum sínu að koma því í rétt horf.

Leitaði hann eftir aðkomu Akureyrarbæjar að starfseminni en fékk neitun. Hann ákvað engu síður að láta slag standa og vonar að bærinn muni sjá hag sinn í að stuðla að fjölbreyttara íþróttalífi í bænum.

„Það væri allavega gott að fá aðstoð við þetta. Núna, fyrst maður er kominn með þetta í gang og búinn að plana allt og er byrjaður, þá eiginlega gæti ekki verið auðveldara fyrir bæinn að koma að þessu.“ segir hann.

Rúv kíkti á strákana og spjallaði við þá um verkefnið. Hægt er að horfa á það hér.

Auglýsing

læk

Instagram