Póstnúmerið 102 Reykjavík tók formlega gildi í gær

Auglýsing

Póst­númerið 102 Reykja­vík tók form­lega gildi í gær. Nýtt póst­númer af­markast af Suður­götu í vestri, Hring­braut í norðri, Bú­staða­vegi og Öskju­hlíð í austri og strand­línu í suðri.

Eru nú Há­skóli Ís­lands og Há­skólinn í Reykja­vík. Stúdenta­garðar Há­skóla Ís­lands, há­skóla­garðar HR og Vísinda­garða­svæðið, á­samt Reykja­víkur­flug­velli innan þessa nýja svæðisnúmers. Einnig er þar að finna Skerjafjörðinn, nýja hverfið við Hlíðarenda og Naut­hóls­vík.

„Breyting á póst­númerum snertir al­mennt ekki líf fólks en í þessu til­viki þegar sú gleði­lega breyting verður að 102 Reykja­vík verður til þá rammar hið nýja póst­númer inn á­kveðna þróunar og breytingu sem er að verða á borginni. Stundum hefur verið sagt að mesta upp­byggingin í borginni sé í 101. Það er villandi því það eru ný hverfi á Hlíðar­enda, hundruð stúdenta­í­búða í kringum há­skólana sem eru stærstu upp­byggingar­svæðin. Mesta upp­bygging landsins er því í 102 Reykja­vík,“ segir Dagur.B.Eggertsson borgarstjóri.

Einhverjir íbúar innan nýja 102 svæðisins lýstu yfir á­hyggjum af því að fast­eigna­verð gæti lækkað í verði við breytinguna.

Auglýsing

„Það er þekkt að stað­setning hefur á­hrif á fast­eigna­verð, en póst­númer varla. Við þekkjum það er­lendis frá að þar er stundum talað um gamla bæinn og nýja bæinn, um mis­gamla hluta mið­borganna. 102 er okkar nýi bær og ég heyri ekki betur en að í­búðir og fast­eignir séu að seljast vel þar, þannig að 102 fer mjög vel af stað í öllum skilningi,“ sagði Dagur.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram