Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival hefst í dag

Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í Reykjavík dagana 12-15 september.

„Við eig­um núna tíu ára af­mæli og þarna verður nátt­úr­lega bara góð blanda af alls kon­ar lista­fólki, mikið af til­rauna­kenndri tónlist og hug­hrifa­tónlist (e. amb­iance music). Svo erum við líka með viðburði sem standa al­veg til fjög­ur, hálf­fimm á nótt­unni þar sem farið er meira út í dansvæna tónlist,“ seg­ir Pan Thor­ar­en­sen skipu­leggj­andi hátíðar­inn­ar.

Fer hátíðin fram á hinum ýmsu stöðum bæjarins meðal annars á Gauknum, Iðnó, og Gamla Bíó.  Aðalnúmer hátíðarinnar þetta árið er þýska hljómsveitin Tangerine Dream en hún spilar í Gamla Bíó á laugardagskvöldið.

„Þetta verður sögu­leg­ur viðburður og það er ótrú­lega magnað að fá þau til lands­ins. Ef eitt­hvað þá er það sem þau eru að senda frá sér núna með því betra sem maður hef­ur heyrt með Tan­ger­ine Dream. Efnið þeirra er svo ferskt og unga fólkið er núna að kveikja al­menni­lega á þessu líka.“

Markmið hátíðarinn er að sameina ólík listform, koma á tengingu á milli íslenskra og erlendra tónlistarmanna og draga Reykjavík í sviðsljósið. En skipuleggjendur hátíðarinnar vilja meina að Reykjavík sé raftónlistar höfuðborg Íslands.

Þetta kom fram á vef mbl í dag.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram