Ragnar Snær missti eiginkonu sína fyrir stuttu:,,Þetta snýst um að rétt skal vera rétt“

Auglýsing

Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti síðustu mánuði en eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein.

Í dag er Ragnar að fóta sig í þessu nýja hlutverki sem einstæður faðir barna þeirra Fanneyjar, en þau eignuðust saman þau Emilý Rós og Erik Fjalar. Ragnar sagði sögu sína í Einkalífinu.

Síðasta ár hefur verið það erfiðasta í lífi Ragnars en ofan á veikindi Fanneyjar þá þurftu þau hjónin að eiga við slúðursögur sem gengu manna á milli.

„Ég held að það geti enginn gert sér í hugarlund hvernig það er,“ segir Ragnar um þær sögur sem hann sat undir á meðan eiginkona hans barðist við meinið.

Auglýsing

„Við tækluðum svona smáatriði sem okkur fannst mikilvægt að hreinsa upp strax. Við vissum af svo mörgum öðrum hlutum sem er bara ólýsanlega sárt að hugsa út í. Einhver heyrir kannski eina slúðursögu frá einhverjum sem veit tvö prósent, fimm prósent um málið. Sú vitneskja er byggð á sandi og svo er byggt ofan á það. Það er oft talað um hitt og þetta sem er bara þvæla frá a til ö. Jafnvel af aðilum sem við treystum sem áttu að vera nánir okkur. Það fyrir mér er í dag ofboðslega sárt þegar maður hugsar til baka. Fanney deyr sár og ósátt út í nokkra aðila. Út af einhverju svona bulli,“ segir Ragnar.

„Ég ætti ekki að eyða miklum tíma í að tala um þessa hluti en það er samt mikilvægt að halda til haga að orð og gjörðir hafa afleiðingar. Ég hef hingað til verið hljóður en við skulum hafa það alveg á hreinu að ef einhver vogar sér að halda áfram með einhverja svona þvælu þá neyðist ég til að draga viðkomandi aðila fram og aftur í drullusvaðinu. Með staðreyndirnar, sannleikann og alla vitneskjuna hundrað prósent mín megin. Það yrði ekki gert af einhverri hefndargirnd, þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að rétt skal vera rétt.“

Í þættinum hér fyrir neðan talar Ragnar það hvernig er að vera maki og aðstandandi í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm, stuðning almennings og fjölskyldu þeirra, æðruleysið og framtíðina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram