Rannsaka veikindi flugfreyja

Auglýsing

Þrjár flugfreyjur veiktust og þurftu súrefni í flugi Icelandair í síðustu viku. Leitaði ein þeirra aðstoðar á bráðmóttöku eftir heimkomu.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er nú með málið til rannsóknar en svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri. Verið er að greina hverjar mögulegar orsakir séu á atvikunum en málið er litið alvarlegum augum.

„Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra.“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair.

Atvikin eru ekki bundin við ákveðnar flugvélar frekar en aðrar í flotanum og virðast sambærileg einkenni ekki hafa komið upp hjá farþegum. Hópmálsókn af hálfu flugliða gegn Icelandair er einnig í undirbúningi en þeir telja sig hafa orðið fyrir skaða vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá þessu á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram