Rautt hættustig á Keflavíkurflugvelli í morgun

Auglýsing

Á áttunda tímanum í morgun kom tilkynningin um reyk í vél banda­ríska flug­fé­lags­ins Delta. Vélin var á leið frá Minn­ea­pol­is til Amster­dam og er að gerðinni Air­bus A330. Þetta kom fram á vef Mbl.

Talsverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti þar klukkan korter yfir átta og voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang ásamt bílum frá Brunavörnum Suðurnesja. Reyndist aðeins um reyk að ræða.

Kom reykurinn úr gólfhitara aftarlega í vélinni en upphaflega var talið að reyk­ur­inn hefði komið upp í flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Hægeldaðir lambaskankar

Alvöru Spaghetti Bolognese

Instagram