Réðst á björgunarsveitarmann sem hafði nýlokið við að bjarga honum

Björgunarsveitarmaður var fluttur á sjúkrarahús í seint í gær.

Maður í annarlegu ástandi hafði stungið sér í sjóinn við smábátahöfnina í Keflavík og höfðu björgunarmenn náð að draga manninn upp í björgunarbát.

Við komuna í bátinn reiddist maðurinn og réðst á björgunarsveitarmanninn. „Björgunarsveitarmaðurinn lá óvígur eftir og var fluttur á sjúkrahús,“ segir í frétt Víkurfrétta. Gert var hlé á flugeldasýningu kvöldsins vegna atviksins.

Maðurinn var handtekinn og fluttur í fangaklefa.

Auglýsing

læk

Instagram