Reykjavík Fringe: Opið kall fyrir 7 listahátíðir á öllum Norðurlöndunum

Auglýsing

Í dag, miðvikudaginn 6. nóvember, hefst opið kall fyrir umsækjendur fyrir jaðarlistahátíðina Reykjavík Fringe sem fer fram 4.-12. júlí 2020. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin verður haldin, en hún fer fram víðsvegar um borgina og býður upp á fjöldann allan af leiklist, dansi, uppistandi, dragsýningum, kabarett, sirkús, námskeiðum, kvikmyndum, töfrabragðasýningum og svo mætti lengi telja. Sérstaklega er ungt fólk og listamenn sem eru að koma sér á framfæri hvött til að sækja um.
 Umsækjendur geta þó ekki einungis sótt um að taka þátt í Reykjavík Fringe, heldur er hátíðin partur af samtökum sem nefnast Nordic Fringe Network og þar má finna viðlíka hátíðir á öllum Norðurlöndunum ásamt Litháen. Samtökin eru með 8 hátíðir í 6 löndum, en Litháen er með hátíð annað hvort ár og því ekki partur af dagskránni 2020. Þar af leiðandi er hægt að velja milli 7 hátíða í 5 löndum fyrir næsta sumar, og auk Íslands fara með sömu sýninguna til Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.
Hátíðarstjórnandi Nanna Gunnars hefur þetta að segja: “Þetta er einstakt tækifæri fyrir listamenn til að koma sér á framfæri, og ferðast erlendis með sýningar sínar. Við erum í nánu samstarfi við aðrar jaðarlistahátíðir og höfum nú þegar sent þónokkur verk til að taka þátt í hátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum, mörg hver sem hafa unnið til verðlauna, listamenn þar með öðlast aukið sjálfstraust og opnast hefur fyrir fjölda tækifæra.”
Sérstök dagskrá verður fyrir unglinga á aldrinum 13-19 ára þar sem þau fá tækifæri til að sækja námskeið og koma fram í atvinnuleikhúsi sér að kostnaðarlausu undir nafninu Youth Fringe. Einfaldara Youth Fringe umsóknarferli sem er einungis ætlað fyrir Reykjavík verður fyrir unglinga að vori.
Jessica LoMonaco stýrir Youth Fringe og útskýrir “Youth Fringe, á sínu öðru ári, er vettvangur fyrir upprennandi listamenn til að finna út hvað þarf til svo þau geti starfað við greinina. Oft eru ungir listamenn undir leiðsögn kennara og fullorðinna sem hafa sínar eigin hugmyndir um listsköpun. Á Youth Fringe geta unglingar á aldrinum 13-19 ára tekið sínar eigin ákvarðanir og skapað eftir eigin höfði. Við trúum því að með réttri hvatningu og stuðningi getur ungt fólk skapað list sem breytir okkar framtíðarsýn, og Youth Fringe hjálpar þeim á þeirri braut. Öll listsköpun er mikilvæg, og þá skiptir aldur og bakgrunnur engu máli.”
Umsóknargjald fyrir Reykjavík Fringe er 5000 krónur. Hátíðin býður upp á sýningarhúsnæði og tækniaðstoð fyrir umsækjendur og stendur fyrir alls konar uppákomum fyrir tengslamyndun. Til að mynda verður boðið upp á “Hálft ár í fringe partý” á Hlemmi Square þann 4. janúar þar sem veitingar og skemmtiatriði verða í boði og hátíðin kynnt fyrir gestum og gangandi.
Umsóknarfresti fyrir allar hátíðarnar lýkur 6. janúar 2020 og umsóknina má nálgast á heimasíðunni fringe.is þar sem einnig má finna frekari upplýsingar.
Hátíðin sjálf fer fram 4.-12. júlí næstkomandi og er miðaverði haldið í algeru lágmarki. Hátíðararmband sem veitir aðgang að hátíðinni kostar 1000 krónur og veitir ýmsa afslætti á sýningarstöðum, og greitt er fyrir einstaka sýningar umfram það. Allur gróði af sýningum rennur beint til listamannanna.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram