Reykjavíkurleikarnir hefjast í dag

Reykjavíkurleikarnir hefjast í dag og eru nú haldnir þrettánda sinn. Reiknað er með að hátt í 1.000 er­lendir gestir taki þátt í leikunum ásamt öllu helsta íþróttafólki Íslands. Keppnir fara flestar fram í Laugardalnum og nágrenni en einnig í Egilshöll og á fleiri stöðum. Í dag hófst keppni í badminton núna klukkan 9:00 og stendur til 19 í kvöld í TBR-húsinu. Þá fer fram ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum klukkan tvö í dag í Laugardalshöll.

Aldrei hefur verið keppt í jafn mörgum greinum og verður til að mynda keppt í borðtennis, sundi, brautarakstri, dansi, júdó, pílukasti , crossfit, keilu og rafíþróttum svo fátt eitt sé nefnt en hægt er að sjá alla dagskrá leikanna á vef mótsins.

 

Auglýsing

læk

Instagram