Ristað grasker með jógúrtsósu og furuhnetum

  • Hráefni:
  • 1 grasker
  • 2 msk ólvuolía
  • 1 hvítlauksgeiri, rifninn niður
  • 1/2 tsk salt og 1/2 tsk pipar
  • Sítrónu-jógúrtsósa:
  • 1 1/2 dl grískt jógúrt
  • 1/2 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk ólívuolía
  • 1/4 tsk salt og 1/4 tsk pipar
  • Á toppinn:
  • 2 msk ristaðar furuhnetur
  • 2 msk saxað ferskt kóríander
  • 1/4 tsk paprika

Aðferð:

1. Afhýðið graskerið, hreinsið innan úr því og skerið í teninga. Hitið næst ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið graskersbitana í skál ásamt salti, pipar og ólívuolíu. Blandið vel saman og dreifið næst úr bitunum á ofnplötuna. Bakið í 20 mín. Hrærið þá vel upp í bitunum og bakið áfram í 7-10 mín eða þar til þeir fara að taka á sig fallega gylltan lit og mýkjast.

3. Blandið saman hráefnunum í sósuna og leyfið henni að standa í 10 mín.

4. Ristið furuhneturnar á heitri pönnu þar til þær taka á sig gylltan lit. Færið þær yfir á disk.

5. Færið graskersbitana á fat, setjið vel af jógúrtsósu yfir ásamt smá ólívuolíu, papriku, furuhnetum og kóríander. Berið fram strax og njótið!

Auglýsing

læk

Instagram