Robert Forster látinn

Auglýsing

Leikarinn Robert Forster, sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk í Jackie Brown og Breaking Bad er látinn, 78 ára gamall. Forster lést á heimili sínu í Los Angeles 11. október eftir baráttu við krabbamein í heila.

Forster lést sama dag og nýjasta mynd hans, El Camino: A Breaking Bad Movie, kom út. Þar lék hann persónu Ed Galbraith sem hann hafði einnig leikið í 4. og 5. seríu þáttanna vinsælu.

Bryan Cranston, aðalleikari Breaking Bad þáttanna er á meðal þeirra sem hafa minnst Forster á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram