Rúrik hannaði bol fyrir 66°Norður

Í dag kemur í verslanir 66°Norður bolur sem hannaður var í samstarfi við velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpanna, Rúrik Gíslason. Mun allur ágóði af sölu bolsins renna til SOS barnaþorpanna.

„SOS barnaþorpin á Íslandi vinna frábært starf og ég er svo heppinn að fá að styðja við þeirra öfluga starf. Þegar ég gerðist velgjörðarsendiherra fór ég strax að hugsa hvað ég gæti gert til að vekja athygli á samtökunum og hvernig hægt væri að styðja þau fjárhagslega. Þar sem ég hef mikinn áhuga á tísku datt mér í hug að það væri gaman að hanna bol og selja til styrktar samtökunum. Ég vissi að þetta yrði flókið ferli og sá að ég væri ekki að fara að gera þetta einn. Ég hafði því samband við 66°Norður sem tóku mjög vel í hugmyndina og vildu hjálpa mér að framleiða bolinn. Markmiðin voru skýr við vildum að sjálfsögðu hanna flottan og vandaðan bol sem fólk myndi vera stolt að klæðast í. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þessa hugmynd verða að veruleika og það líka á þessum árstíma, rétt fyrir jólin,“ segir Rúrik Gíslason á Instagram síðu sinni.

Auglýsing

læk

Instagram