Rúta með 17 er­lenda ferðamenn valt

Rúta með 17 er­lenda ferðamenn um borð valt skammt frá Laug­ar­vatni á tólfta tím­an­um í gærkvöldi.

Rútan fór út af veginum milli þjónustumiðstöðvarinnar á Laugarvatni og Lyngdalsheiðar. Bruna­varn­ir Árnes­sýslu sendu dælu­bíl auk sjúkra­bíla á vett­vang og sömu­leiðis var óskað eft­ir aðstoð sjúkra­flutn­inga­manna í Reykja­vík. Mun betur fór en óttast var í fyrstu en rútan fór alveg á hliðina.

Rúta var einnig send á vett­vang sem flutti farþeg­ana annað en einn var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Instagram