Segir umhverfi íslenskra afreksíþróttamanna erfitt

Auglýsing

Sturla Snær Snorrason opnaði sig í gærkvöld um erfitt umhverfi íslenskra afreksíþróttamanna. Segir hann það kosta sitt að vera afreksmaður og að hann þurfi að færa miklar fórnir. Sturla er búsettur í Evrópu, stóran hluta árs, fjarri fjölskyldu og vinum.

„Ég tala við fjölskylduna mína daglega í gegnum facetime og fæ að vera með í afmælum, matarboðum og viðburðum í gegnum samskiptaforrit. Svona eru mánuðirnir mínir frá september til maí. Yfir sumar mánuðina vinn ég við vegmerkingar og bý í foreldrahúsum til þess að geta safnað.
Ég er ekki að safna fyrir íbúð, né bíl. Yfir sumarmánuðina er ég að safna fyrir því að fá að vera afreksmaður. Ég er að safna fyrir því að geta staðið mig sem landsliðsmaður Íslands á skíðum. Ég safna fyrir því að geta farið á öll stæðstu mótin, sem eru víða. Ég safna fyrir skíðunum sem ég skíða á, íbúðinni sem ég leigi, bensíninu sem það kostar mig að keyra á milli móta og æfingabúða, matnum mínum og margt annað sem fylgir því að vera íþróttamaður.“

„Vinnan mín er alls ekkert einsdæmi. Ísland á afreksfólk í nánast öllum íþróttum, við erum sterk, dugleg og með yfirnáttúrulegan drifkraft. Það sem við gerum er ekkert annað en stöðug vinna. Vinna sem nær yfir allar helgar og frídaga, vinna með enga stimpilklukku. Vinna sem krefst mikilla fórna. Krónískt líkamlegt starf sem reynir samt sem áður mest á heilann.
Þetta starf er ekki launað sem gerir starfið mun erfiðara en það er og sérstaklega þar sem íslenskir íþróttamenn þurfa meira og minna að vera búsettir erlendis til að halda sér samkeppnishæfum,“ segir meðal annars í pistli Sturlu Snæs en hann má allan lesa hér fyrir neðan.

Auglýsing

Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram