Sigurður Guðmundsson flutti nýjan texta við Lagið um það sem er bannað

Sigurður Guðmundsson flutti nýjan texta Braga Valdimars Skúlasonar við Lagið um það sem er bannað, eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, í umræðuþætti um COVID-19.

Textann við lagið má sjá hér fyrir neðan.

Það má ekki snerta næsta mann
og láttu alveg vera’ að knúsa hann.
Þetter ekki flókið, en ef þú ert í vafa
— ekki koma nálægt ömmu’ og afa.

Það má ekki gefa neinum fæv,
annars verður ríkisstjórnin æf.
Ekki setja ananas í körfu útá Granda.
Vanda, branda, gættu þinna handa.

Þetta samkomubann er svo skrítið,
Það er aðeins að hefta mann.
Jafnvel þó maður geri (annars) aldrei neitt.
Það er aaaðeins að hefta mann.

Það má ekki mæta og hlusta á mig.
Og ekki (láta) ferma, gifta og jarða sig.
Ekki farí bæinn og lendí skrúfusleikjum.
Og hættið strax að deila feisbúkkleikjum.

Það má ekki skjótast upp í sveit
og ekki svindla’ á appinu – það veit.
Reyndað hlýða Víði og gegna þessu fljótt því
annars lendir þjóðin öll í sóttkví.

Þetta samkomubann er svo skrítið,
Það er aðeins að hefta mann.
Jafnvel þó maður geri (annars) aldrei neitt.
Það er aaaðeins að hefta mann.

Þetta kemur fram á vef Rúv

Auglýsing

læk

Instagram