Sigurður Ingi:„Þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat“

Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við að vera bendlaður við Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat.

Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki. Í myndinni leikur hún konu sem flækist inn í vafasöm mál lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Myndin fjallar um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og margir muna var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum.

Á skjánum birtist frétt frá miðlinum Time þar sem sagt er frá því að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi sagt af sér embætti for­sæt­is­ráðherra Íslands eft­ir að hafa verið af­hjúpaður í lek­an­um. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist með fréttinni.

Í færslu sem Sigurður Ingi skrifar á Facebook síðu sína í dag, segir hann að undanfarið hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina.

Auglýsing

Hér fyrir neðan má sjá færslu Sigurðar í heild sinni ásamt skjáskoti úr myndinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram